<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 10, 2005

Það er endalaus pólitík í gangi í svona stórfyrirtækjum. Ég held ég sé ekki manneskja til að halda svona hluti út. Mér er það mjög í mun að hlutirnir séu skýrir, að það séu skírar línur og fólk segi hlutina beint út og meini þá líka. Þetta "alls ekki segja of mikið við vitlausa fólkið á vitlausum tíma" og "segjum ekki neitt fyrr en á allra seinustu sekundu" og ég veit ekki hvað. Fyrir utan allt þetta "backstabbing" og að koma vísvitandi rumors af stað, bæði hálfsönnum/hálflognum eða bara til að bögga fólk.
|

fimmtudagur, október 06, 2005

Jæja, kaupa Hilux, verða yfirmaður, og í þokkabót fullur. Nei, þetta er mjög svo erfitt líf.
|

þriðjudagur, október 04, 2005

Ég sagði upp íbúðinni í dag. Það fór ekki allt of vel í eigendurna, en mér er alveg skítsama um þá.

Ég sagði Volker og Brian það í dag. Volker virtist skilja þetta nokkurn veginn, en Brian tók þessu persónulega. Það var alls ekki hugmyndin. Kom mér svolítið á óvart. En hvað á maður að gera.

Þetta var ekki góður dagur.
|

mánudagur, október 03, 2005

jó, ég er að blogga. Eftir allann þennan tíma. En stundum gerist þetta bara, maður hefur bara ekki nennu til að bulla. Hvað um það.

Á morgunn segi ég upp íbúðinni. Vona bara að eigandinn taki við uppsögninni. Hefði eiginlega átt að senda honum þetta fyrir helgi. En hey, ég er íslendingur og alltaf á seinasta.

Svo kemur að því að selja bílinn. Var að velta því fyrir mér að taka hann með til íslands, en ég hef ekki efni á því. Ætla ekki að skila eftir einhverjar skuldir, maður á nóg með L'IN. Verð samt að senda bílinn fyrst í viðgerði, koma honum í toppstand.

Hm, svo redda gámi. Það eru einhverjir íslendingar að fara að flytja heim næsta mánuð. Kannski get ég hent einhverju í gám hjá þeim.

Svo miðinn til íslands. Ætti samt að vera lítið mál. Æ, nei, verður vésen. Hef alltaf keypt miðann yfir netið með Vísa, en þar sem Vísakortið rann út í ágúst og ég var síðast einvherntímann í maj á klakanum fékk ég í þetta sinn ekki nýja kortið mitt. Liggur einhversstaðar hjá Spron.

Síðast enn ekki síst. Segja upp vinnunni. Veldur mér eiginlega litlum vandræðum. Ef að ástandið væri ekki eins og það er hefði ég viljað hafa gert þetta fyrir löngu. En aftur á móti, ef ástandið væri ekki svona eins og það er, hefði ég kannski ekki gert þetta.

Maður gæti haldið að það væri auðvelt að finna vinnu á íslandi í dag. En ég hef ekki upplifað mikinn áhuga hjá þeim fyrirtækjum og atvinnumiðlunum sem ég hef haft samband við hingað til. Jæja, þetta reddast einhvern veginn. Ælti það sé ekki alltaf hægt að fara til Flateyrar og unnið í fiski.

Svo að finna íbúð á íslandi. Þarf ég nokkuð að koma með komment á þau fáránlegheit.

Á íslandi verður maður svo að redda sér bíl. Það er víst möst þarna uppifrá. Hjólið virkar bara hluta af ári.
|

föstudagur, júlí 29, 2005

Nei Soll
ég hef aldrei undirbúið mig minna fyrir verslunarmannahelgina en í ár.
Ég hef semsagt ekki gert neitt.
Ekki nema það að reyna að redda árekstrarformulari sem einhver annar hefði í raun átt að gera. Ég er orðinn svolítið leiður á því að reyna alltaf að redda öðrum.
Fluffi
|

sunnudagur, júní 26, 2005

Herfilegur er nú Hundurinn Hermina
Draslinu dreyfir hún með Dimmu
|

mánudagur, júní 06, 2005

Kurani hætti hjá VfB Stuttgart. Það dóu 2 í hálfmaraðonhlaupi í gær í Stuttgart. Ég vann einn í dag og mun gera það aftur á morgunn. Dune er svosem ágætis mynd, en það mætti bæta hana hér og þar. Fílar eru stór dýr og kannski er til uppréttur api í Norður-Ameríku. Hvað er þetta Ame sem þeir eru svo ríkir af ?

Í morgunn kom "Schornsteinfeger" til að athuga með Gastækin hjá mér. Hm, bein þýðing er reikháfakústari. Hann sagði að ég væri í lífshættu í hvert skiptið sem ég færi í sturtu, því tækið spúi CO langt yfir hættumörk. Semsagt, núna má ég bara fara í sturtu ef ég opna alla glugga og hurðir í íbúðinni. Það verður víst að skipta þessu drasli út.

Ég er í smá véseni í vinnunni. Það eru tvö mismunandi vandamál sem hafa verið að stríða mér í nokkrar vikur. Við keyptum mælitæki sem ætti að finna hvað er að fyrir 26.000 Evrur (já, fyrir sumt á DaimlerChrysler pening ... þetta eru um 2.1 Milljón Krónur). Þetta er vikrilega frábært tæki og getur margt. Vandinn er bara Heisenberg, hann talaði um það að mæling hefur alltaf áhrif á það sem mælt er. Og það er það sem ég er að glíma við núna. Án mælitækisins virkar ekkert, en um leið og ég reyni svo að mæla þetta, hverfa villurnar og allt virkar fullkomlega. Bölvað.
|

föstudagur, maí 27, 2005

Blogg
Bloggari
Blogghelgi ?
Bloggandi
Bloggríkur
Blogger
|

fimmtudagur, maí 19, 2005

Langtímus Svefnburkus -
vex að mestu í rökkri og hlýjum rúmum.
Reagerar illa á hverskonar truflun.
Hefur þyrni í augum Mömmus.
Er skilt "Lesus Langus Frameftus" og "of seinus vaknus".
Til að láta lifna við skal vökva með miklu vatni.
Fusus Froskus
|

miðvikudagur, maí 18, 2005

Æ, get ekki sofnað. Og þó, er drullu þreyttur en nenni ekki að fara að sofa. Sem er í sjálfu sér mjög svo furðulegt, þar sem ég er einn af þessum svefnburkum. Sprichwortið "Ekkert gert, ekkert eyðilagt" á eiginlega vel við svefnburkur. Þar sem þær sofa stórann hluta af lífinu, þ.e. stærri hluta en aðrir, þá hafa þær gert minna af sér en aðrir .. jú, þar sem þær hafa jú minni tíma til þess.

Segjum sem svo að meðalsvefntími sé 8 tímar, þá eru vökutímar 24-8=16 tímar á dag. Og yfir árið => 365*16=5840 vökutímar á ári.

Nú tökum við svefnburku ... segjum 10 svefntímar á dag,(svefnburkur eru oft lengur að koma sér á lappir og lesa oft frameftir .. sem ég tel vera svona semi-svefn) ... og reiknum aftur. 24-10=14, 365*14=5110 vökutímar á ári.

Segjum sem svo að líkurnar á að einhver geri einhver mistök séu svona um 5% á klukkutíma (mistök .. rugla skrúfum, brjóta diska, gleyma að afsaka sig fyrir að hafa prumað í fullri lyftu, gengið á vegg, gift sig, keypt sér flottu buxurnar sem vitað er að passi aldrei, helt kaffi á sjeffann ... svona hlutir), þá gerir duglegi, árvökli anti-svefnburkan 5840*5%=292 mistök á ári, en lata svefnburkan bara 5110*5%=256 mistök á ári. Það eru þó 36 mistökum minna en anti-svefnburkan.

Það getur vel verið að þessar tölur passi ekki alveg, en þær sína þó hugmyndina á bak við lífsstílinn að vera "svefnburka". Hættum nú þessum negatívhætti gagnvart svefnburkum og hjálpum þeim frekar, því þær vinna að því að gera heiminn betri !!

Góða nótt, ég ætla að fara að lesa og svo ætla ég að vakna of seint á morgunn.
|

fimmtudagur, maí 05, 2005

Vandamálið með veður hérna er að það er bara hægt að gefa áræðanlega spá viku fram í tímann. Þetta veldur þjóðverjum miklum þjáningum, því hver getur svo sem planað eitthvað á svona stuttum tíma.
|

fimmtudagur, apríl 28, 2005

hmm, undanfarið hef ég verið að reyna að koma meðaldrykkju þjóðverja aftur upp á sama level og áður. En ég á við krappan að sækja, 80 milljónir á móti mér, þá verð ég að drekka ansi mikið. En hey, ég er ég, ég get þetta, ég mun sko redda þeim, og ég held mér sé að takast það !
Skál !
|

mánudagur, apríl 25, 2005

Ég er að fara á Fruehlingsfest á morgunn með gömlu félögunum frá Sindelfingen. Það hefur alltaf verið svolítið skrautlegt þegar þessi grúppa skellir sér út. Fruehlingsfest er októberfest, bara í Apríl. Stór bjórtjöld, dansað á bekkjum, sungið með eldgömlum þýskum slagerum, étið schweinshaxe og snætt haendl. Æ, hvað lífið getur verið óhollt.

Bjó til ítalskan steinbítsrétt fyrir þjóðverja um helgina, með pönnukökum í eftirrétt. Bæði upprúlluðum og inpökkuðum rjóma, namm. Tókst meiriháttar. Meira að segja skeptískum þjóðverjum smakkaðist þetta. Ég ætla að skipta um job og verða kokkur á einhverjum litlum dalli sem gerir út á Kópaskeri.

Gute nacht.
|

mánudagur, apríl 18, 2005

Aber Hálló
ég var á íslandinu góða. Ég var að skemmta mér á klakanum. Það er nú samt alveg merkilegt hvað ég gerði lítið þarna uppifrá. Mestalli tíminn fór reyndar í það að sækja um vinnur. Því miður vildi enginn virkilega tala við mig. Ég þurfti því miður að upplifa það að búið er að burokratísera ísland. Til þess að geta fengið talað við einhvern með ábyrgð þurfti maður fyrst að komast framhjá skrifstofudömunni til að ná í rassinn á starfsmannastjóra, svo varð starfsmannastjórinn að hleypa manni framhjá sér. Ég komst ekki einu sinni svo langt, skrifstofudömurnar voru greinilega búnar að fá fjöldann allann af námskeiðum hvernig á að halda aftur af fólki, stoppa það með öllum ráðum og alls ekki hleypa því á einhvern hátt framhjá sér. Þetta líkist jú bara þýskalandi.

Svo var það jú giftingin. Vá, þvílík gifting. Öddi og Binna eiga lof skilið. Mikil og stór gifting með öllum og öllu. Við vorum allir útlendingarnir mættir, þaraf Gísli og Una, og Biggi og Ester, með þeim hafði enginn búist við. Eftir giftinguna skelltum við útlendingarnir okkur á tónleika með Pöpunum í Nasa. Frábær live tónleika hljómsveit, man ekki eftir síðastu livetónleikum þar sem ég hef dansað jafn mikið.

Jæja, svefninn kallar. Búið að vera skemmtileg vika. Ég þakka öllum íslendingum á klakanum og annarsstaðar sem gerðu mér vistina þarna uppifrá skemmtilega.
|

þriðjudagur, apríl 05, 2005

ok, Nilli, en áður en þú færð kartóninn þá skipti ég sígóunum út fyrir Jurtasígarettur !!!
|

mánudagur, apríl 04, 2005

Er á leiðinni á klakann. Kem seinnipartinn á föstudaginn og verð í svona um viku.

Héðan er lítið að frétta. Er reyndar að sækja um vinnu án þess að yfirmennirnir mínir hafi hugmynd um það. Er reyndar búinn að gefa þeim nóg af vísbendingum um það, og svo vita þeir jú líka að ég vil vera kominn á klakan á þessu ári. Þetta mun samt koma þeim á óvart.

Weiche unheiliger demon der Nacht !
|

fimmtudagur, mars 31, 2005

Já, ég er í ferlegu eitthvað letibloggi í augnablikinu. Þetta er bara eins og með flest annað. Einn daginn nennir maður að blogga, svo alla hina dagana ekki. En svona er lífið nú furðulegt.
Janus, ég lét linkinn hverfa, takktakk. Bætti samt góðum link inná, www.althingi.is, Okkar Klaka Althingi ! Getur verið stundum merkilegt að sjá og fylgjast með hvað fólk er að bralla þarna. Það er gott að vita að okkur sé svona vel stjórnað.
Ég fékk ekkert íslenskt páskaegg um paskanna, til allra hamingju. Mér líst ekkert á húsamarkaðinn heima. Vorið er komið. Og allir skemmta sér á fimmtudögum. Ætli það verði búið að finna upp lyf við trómbósu áður en ég fæ hana. Nýja dsl-ið mitt, sem byrjaði að virka almennilega í gær, virkar núna almennilega. Sama hvað ég geri, ég lít alltaf ferlega út á mynd. Ætli ég komi mér nokkurn tíman til drulla mér héðan.
|

laugardagur, mars 05, 2005

Ég var nærri því farinn til Muenchen í dag. Var búinn að pakka og alles. Ætlaði að hitta foreldrana og Nilla bró þar um 18:00. Svo datt mér samt í hug að hringja vegna einhverra smáræða. Náði ekki í neinn og var í raun kominn í dyrnar. Þá náði ég loks í Nilli bró, hann var þunnur og mjög undrandi á því að ég væri á leiðinni til Muenchen að hitta þau. Ég setti hann náttúrulega í panik og hann byrjaði að hringja út um allt til að koma þessu á hreynt. Á meðan hringdi ég í Sollu systur, náði samband við hana og hún var líka þunn. Eru allir alltaf á fyllerí þarna uppifrá ?
Jæja, þetta reddaðist. Sit heima og læt mér leiðast.
|

föstudagur, febrúar 25, 2005

Nú er það svo, að ég er kallaður "gott svín" hérna í þýskalandi. Þetta var svona sagt hreynt og beint út, og ég trúði því heldur ekki í seinna skiptið. Hm, málið er það að "gott svín" þýðir hérna einhver sem borðar allt, er ekki matvandur.
|

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Ég er að fara á eftir til Nuernberg á ráðstefnu. Ein stærsta Embedded ráðstefnan í evrópu. Vá, ég nenni því varla. Niels er hættur að blogga. Leiðinlegt, að lesa Nillabloggið var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði á netinu :(
Æ, verð að vakna klukkan 6 á morgunn. Góða nótt. Gute Nacht.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?