föstudagur, janúar 30, 2004
Gvendur í mýrinni, viltist og fann ekki heim. Hélt hann væri hervilegur en var með ljóst hár. Vildi ekkert læra, hafði ekkert að segja, gerðist ekki ljósmóðir og gafst svo upp. Hver er Gvendur ?
Volker verður að fara. Vill leyta sér að nýjum osti. Það er gott. Fyrir hann en ekki okkur hin. Jæja, þá verðum við bara að lifa og vinna án hans. En hvað vill Brian í alvörunni .. kannski bara Scotland, hver veit. Sápan heldur áfram á mánudaginn um 8:30 og verður fram á kvöld, verður svo endursýnd alla virka daga á sama tíma.
Kv. Lundi
|
Volker verður að fara. Vill leyta sér að nýjum osti. Það er gott. Fyrir hann en ekki okkur hin. Jæja, þá verðum við bara að lifa og vinna án hans. En hvað vill Brian í alvörunni .. kannski bara Scotland, hver veit. Sápan heldur áfram á mánudaginn um 8:30 og verður fram á kvöld, verður svo endursýnd alla virka daga á sama tíma.
Kv. Lundi
|
miðvikudagur, janúar 28, 2004
Æ, nú er maður aftur byrjaður að vinna fram á kvöld. Bara þetta vanalega stress. Ekkert hefur verið að gerast, og ekkert er planað á næstunni. Snjóar slatta hérna í Stuttgart. Ís og klaki á götum og varla hægt að hjóla. Fór með hjólið í viðgerð um helgina. Ef ég þarf að gera þetta 3 í viðbót er ég kominn upp í verð á nýju hjóli.
Solla, hvar viltu læra ?
Nilli, hvað ertu eiginlega virkilega að læra ?
Mamma, viltu læra ?
Pabbi, höfum við eitthvað verið að læra ?
Gvendur í mýrinni er ekki á mölinni.
|
Solla, hvar viltu læra ?
Nilli, hvað ertu eiginlega virkilega að læra ?
Mamma, viltu læra ?
Pabbi, höfum við eitthvað verið að læra ?
Gvendur í mýrinni er ekki á mölinni.
|
sunnudagur, janúar 25, 2004
Hvað ætlum við okkur ? Skrifa blogg, snæða kvöldmat, glápa á sjónvarpið. Lífið er nú fullt af spennandi hlutum. Við gætum jú líka horft á fréttir. Æ, nei, þjóðverjar kunna ekki að flytja fréttir. Við gætum jú líka bara sagt upp vinnunni, keypt one-way miða til Suður-Indlands og lifað þar sem hindúmúnkur það sem eftir er. Væri örugglega áhugaverðara, þó ekki þægilegra líf, en það sem við gerum okkur í dag. Kannski fáum við líka nýju fuglaveikina .. svona til að vera með. Veit ekki, förum frekar að drekka Vodka með Nilla. Held hann myndi fíla það.
Hvað er svo á döfinni ? Heimsækja Nillan í Maí. Spara pening, borga skuldir, finna konu án barna til að giftast. Drekka minna, sofa minna, vinna minna en samt meira, brosa meira, hugsa minna, elda meira, hringja meira, blogga meira, horfa minna á sjónvarp, raka sig meira ... jamm.
|
Hvað er svo á döfinni ? Heimsækja Nillan í Maí. Spara pening, borga skuldir, finna konu án barna til að giftast. Drekka minna, sofa minna, vinna minna en samt meira, brosa meira, hugsa minna, elda meira, hringja meira, blogga meira, horfa minna á sjónvarp, raka sig meira ... jamm.
|
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Maður kom sér í gegnum margra ára nám einmitt til þess að eyða dögunum í vinnunni með því að pakka. Lesiði Dilbert, og þið fáið rétta innsýn inní hvernig það er í stórfyrirtækjum. Það er ekki verið að ýkja hlutina. Get meira að segja gefið hverjum karakter hjá Dilbert alvöru nafn úr vinnunni hjá mér.
Nú fékk einhver yfirmaðurinn þá flottu hugmynd að flytja 50 manns .. niður á næstu hæð. Til þess að það megi gerast hefur þurft ótal tíma í að plana, skipuleggja, kynna og nú síðast að pakka. Síðan ég kom aftur úr Jólafíinu hef ég minnst unnið einhver verkfræðistörf. Hef mest verið að því að pakka niður draslinu mínu og annarra í kassa .. svo að einhvert fluttningsfyrirtæki geti sett þá á kerrur, farið 30 metra að lyftu, tekið lyftuna eina hæð niður til þess svo að leggja þá við nýja borðið mitt. Þar hef ég minna pláss, fyrir utan það að leiðin mín milli vinnuborðsins míns og Laborsins er orðin miklu lengir, fyrir utan að ég þarf núna að fara milli hæða. Kannski er þetta til að auka hreyfingu starfsmanna fyrirtækisins, eða kannski er þetta bara þetta dæmigerða "höfum ekkert að gera ? Látum okkur umstrukturera" yfirmanna hegðan ... sjá Dilbert.
|
Nú fékk einhver yfirmaðurinn þá flottu hugmynd að flytja 50 manns .. niður á næstu hæð. Til þess að það megi gerast hefur þurft ótal tíma í að plana, skipuleggja, kynna og nú síðast að pakka. Síðan ég kom aftur úr Jólafíinu hef ég minnst unnið einhver verkfræðistörf. Hef mest verið að því að pakka niður draslinu mínu og annarra í kassa .. svo að einhvert fluttningsfyrirtæki geti sett þá á kerrur, farið 30 metra að lyftu, tekið lyftuna eina hæð niður til þess svo að leggja þá við nýja borðið mitt. Þar hef ég minna pláss, fyrir utan það að leiðin mín milli vinnuborðsins míns og Laborsins er orðin miklu lengir, fyrir utan að ég þarf núna að fara milli hæða. Kannski er þetta til að auka hreyfingu starfsmanna fyrirtækisins, eða kannski er þetta bara þetta dæmigerða "höfum ekkert að gera ? Látum okkur umstrukturera" yfirmanna hegðan ... sjá Dilbert.
|