sunnudagur, febrúar 22, 2004
Fyrir tveimur vikum fór par til Granada (eða Grenada .. allavegana rétt hjá Kúbu) og komu svo í gær aftur sem gift par.Jamm, tuttugu ára sambúð með öllum sínum uppum og niðrum voru greinilega ekki nóg til að halda þau frá þessu. Reyndar var eini munurinn á þeim sem ég gat séð að þau voru brúnni. Það var svona ágætis hullumhæ þegar þau komu aftur, við héltum smá surprise party fyrir þau á O'Ryleys. Ég fékk að hjálpa við að blása í blörurnar. Fólkið átti að vera komið um 3 leitið, ég var fyrstur og mættur um 1. Kaffi, einn bjór, tveir bjórar og klukkan var orðin 3, þrír bjórar og klukkan var orðin 5 og þau mættu loksins. Ég var reyndar orðinn svolítið ringlaður og grunar mig að bjór og kaffi á tómann maga sé ekki skynsamt.
Jupp og jæja.
|
Jupp og jæja.
|
sunnudagur, febrúar 08, 2004
Hæ Allir
Nilli er að bulla. Kíkiði á hann, það er alveg ótrúlegt hvað hann getur verið fyndinn.
Hérna er rok en engin rigning. Það komu meira að segja þrumur og eldingar. Það gerist nú vanalga bara á sumrin og haustin.
Nú er komið að Gvendi. Nilli, Gvendur verður aldrei einhver Gummi. Hann er Gvendur í húð og hár .. og hefur og mun aldrei vera annað en Gvendur. Þeir eiga það til að vera það, þessir Gvendar. Þeir duga nefnilega mjög vel til að afferma dalla.
En hvað svo með þennan Gvend ? Hvað er svona sérstakt með Gvend ? Hann er dauður og enginn veit hvar hann liggur. Var vinnuþjarkur og augljóslega sérvitur. Í stóra bókhaldi heimsins hefur hann varla haft hvorki áhrif á debit eða kredit. Kannski ættum við bara að láta hann hvíla í friði. Væntanlega myndi hann vilja það. En nei, við skulum ekki gera það. Tölum um, segjum sögur af og phylosopherum í kríngum hann þangað til hann snýr sér í þægilegri stöðu í gröfinni. Hann var greinilega persóna sem vildi bara verin látin í friði, duttlað að sínu og haldið sér úr vandamálum heimsins (og þar með annarra). Við skulum samt ekki gera honum þann greiða. Við verðum að hafa vitið fyrir honum. Svona fólk hefur það ekki gott, það heldur það að loka sig af sé það besta. Við verðum að draga svona fólk á asnaeyrunum, neyða það til að sósalísera, gera því ljóst að það fái ekkert um það valið. Verðum góð við hann Gvend.
|
Nilli er að bulla. Kíkiði á hann, það er alveg ótrúlegt hvað hann getur verið fyndinn.
Hérna er rok en engin rigning. Það komu meira að segja þrumur og eldingar. Það gerist nú vanalga bara á sumrin og haustin.
Nú er komið að Gvendi. Nilli, Gvendur verður aldrei einhver Gummi. Hann er Gvendur í húð og hár .. og hefur og mun aldrei vera annað en Gvendur. Þeir eiga það til að vera það, þessir Gvendar. Þeir duga nefnilega mjög vel til að afferma dalla.
En hvað svo með þennan Gvend ? Hvað er svona sérstakt með Gvend ? Hann er dauður og enginn veit hvar hann liggur. Var vinnuþjarkur og augljóslega sérvitur. Í stóra bókhaldi heimsins hefur hann varla haft hvorki áhrif á debit eða kredit. Kannski ættum við bara að láta hann hvíla í friði. Væntanlega myndi hann vilja það. En nei, við skulum ekki gera það. Tölum um, segjum sögur af og phylosopherum í kríngum hann þangað til hann snýr sér í þægilegri stöðu í gröfinni. Hann var greinilega persóna sem vildi bara verin látin í friði, duttlað að sínu og haldið sér úr vandamálum heimsins (og þar með annarra). Við skulum samt ekki gera honum þann greiða. Við verðum að hafa vitið fyrir honum. Svona fólk hefur það ekki gott, það heldur það að loka sig af sé það besta. Við verðum að draga svona fólk á asnaeyrunum, neyða það til að sósalísera, gera því ljóst að það fái ekkert um það valið. Verðum góð við hann Gvend.
|
laugardagur, febrúar 07, 2004
mánudagur, febrúar 02, 2004
Í kvöld ætlaði ég að kveðja Phil og Sibylle. Þau eru að fara til Grenada á föstudaginn til að giftast. Hmm, ok var kannski kominn tími til, eru búin að lifa saman í 20 ár.
Er að hugsa um að nota Gvend meira. Nafnið Gvendur segir so margt.
Mér tókst þó ekki að kveðja þau, þar sem bara Phil mætti. Svo var ég með líka þennan rosa hausverk .. eins og vanalega. Á mánudögum er life musik á O´Rylies, fullt af fólki og ég fór.
Hvar er grasið grænna ? Þar sem það vex.
|
Er að hugsa um að nota Gvend meira. Nafnið Gvendur segir so margt.
Mér tókst þó ekki að kveðja þau, þar sem bara Phil mætti. Svo var ég með líka þennan rosa hausverk .. eins og vanalega. Á mánudögum er life musik á O´Rylies, fullt af fólki og ég fór.
Hvar er grasið grænna ? Þar sem það vex.
|