<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 20, 2004

Ormur var stór og sterkur. Lifði rækilega, í ríkri mold, í undirdjúpunum, langt frá vanda heimsins.
Ekkert gat komið Ormi úr jafnvægi. Hvernig ætti það líka, hann hafði ekki vit til að koma úr jafnvægi, og svo er
það bara fundamentally ómögulegt að láta orm detta um koll. Reyniði. Það hefur jú eitthvað með líkamslögunina að gera
og það að þeir skríða á og í jörðinni. En hvað um það, Ormur var sérstakur, ef við lítum framhjá vit-leysunni hans og
líkamslögun, þá var hann þessi dæmigerði ormur sem ekkert gat komið úr jafnvægi.

Hans vera í þessum heimi, hans tilvera varð að nafni, Gvendur. Lengi vel var það líka það eina sem skipti máli.
Hann gerði það sem fyrirrennarar og félagaormar gerðu, grafa éta og lifa. En svo...

Hans mesta yndi var að bora fimmhæða og margslungin göng undir litlum blómum og grösum. Án þess að gera sér grein
fyrir því gerði hann þetta í þeirri von að eitthvað þungt myndi lenda á þessum stað. Gangnakerfið myndi leggjast
saman og mynda smá holu, sem gæti leitt til þess að það sem yksi þar myndi deyja, eða í það minnsta, þá myndi þetta
þunga missa jafnvægið. Hann var vondur Ormur, hann Gvendur.

Í langan tíma var þetta hans aðal uppátæki. Dag og nótt, í rigningu sól og stormi át hann sig í gegnum jarðveginn.
Bjó til nýjar gildrur og undirgróf þessar hötuðu plöntur. En þrátt fyrir nokkra sára ökla og laskað grænkál virtist
enginn gera sér grein fyrir því hver stóð á bak við ódæðisverkin. Enda voru hans verk í stóra heimi hins ómennska
ómerkileg, lítilvæg og áhrifslaus.

Sífelt meiri óánægju og ergelsis-eldingar skutust í gegnum hans litla og dreyfða taugakerfi. Lífið virtist verða
óþægilegra með hverjum degi og eldingu. Krampar og vöðvatitringur, meltingatruflanir og spasmar urðu daglegt brauð.
Aumingja taugakerfi litla ormslíkama hans Gvends virtist smám saman breytast í eldhaf. Þessi hafstraumur óþekktra
boða voru augljóslega að gera út af við hann. En hvað á ormur svo sem að gera, ekki gat hann farið til læknis eða
sálfræðings. Enda skildi hann ekkert í því hvernig honum gat dottið svona eitthvað skrítið í hug, eða bara um hvað
hann var að hugsa í augnablikinu. Læknir eða sálfræðingur, hvað er það eiginlega ? Og biddu nú við, hvaða orðaflaumur
var þetta eiginlega. Heyrði Gvendur einhvern segja þessi orð ? Nei, það gat ekki verið, hann var svo djúpt í
jörðinni að lestir sem keyrðu reglulega hérna rétt hjá framhjá heyrðust ekki einu sinni svona langt niður.
Ha, hvað eru lestir ? Og hvað meinarðu með því að keyra ? Uh, og hvað er hljóð og hvernig ætti ég ormur svosem
að heyra það ? Þetta var allt orðið svolítið skrítið og flókið. Gvendur ákvað að hætta að grafa í smá tíma til
að hugsa um þetta.

Hann komst ekki að neinni niðurstöðu, því um leið og líkami ormsins byrjaði að hlusta á taugaboðin urðu þau yfirgnæfð
af náttúrulegu taugaboðum sem venjulegur ormslíkami framkallar sjálfur. Það þagnaði allt og heimur Gvends minnkaði,
skrapp saman og með einum stórum krampa sem skaust um allann líkamann og hefði verið öskur í heimi manna, hvarf.

Ormurinn byrjaði að grafa aftur. Óþægilegu taugaboðin komu ekki aftur. Ormurinn gerði aftur það sem allir ormar
gera.

Það virtist líða langur tími. Svo vaknaði Gvendur allt í einu aftur. Og í þetta skiptið fullkomlega. Hann var aftur
Gvendur, úrillur, skapstór, frekur, leiðinlegur og heimshatandi bókhaldari. Hann hafði gert allt til að gera öðrum
lífið leitt og mjög oft tekist. Ég er hér !! Hér er ég ! Ó, hversu gott er nú það.

En svo byrjaði hann að átta sig á því að hann sá heiminn úr mjög skrítnu sjónarhorni. Eins og hann lægi mjög þétt við
jörðina. Klesstur upp við sktítinn, nei malbikið og malbikið var heitt. Hann leit upp, þetta var sólríkur dagur og
engin ský á himni. Það var mikið af fólki á ferli, léttklætt. Í rauninni ósköp venjulegur sumardagur rétt hjá
miklagarði. Ef hann gæti nú bara staðið upp, komið sér á lappir. Það var alveg fáránlegt að liggja svona á jörðinni.
Hvernig hafði hann líka lent svona kylliflatur á jörðinni ? Hann hlítur að hafa rotast.

Á meðann hann var að hugsa þetta skokkaði ein persónan úr umhverfinu yfir til hans og stoppaði fyrir framann hann.
Hún sagði: Sæll Gvendur, gamann að sjá þig aftur, og sérstaklega í þessu ástandi.
Hún brosti.
Gvendur ætlaði að svara og byðja persónuna að hjálpa sér upp, en gat það ekki. Hvað meinaði hún með
"í þessu ástandi" ??? Svo kom það eins og Thórselding. Ormurinn, jú, hann var Gvendur ormur, ennþá. Hann var Gvendur
ormur rétt hjá miklagarði, þar sem hann hafði áður búið rétt hjá og skokkað um á svona dögum. Hvílíkt helvíti,
hvílíkur sársauki. Hvað var að gerast ?!

Persónan sagði: Jæja Gvendfjandi, verð að skokka áfram. Bless, og lifðu .. ekki.
Með einni sterkri hreyfingu steig hún á Gvend Orm.
|

mánudagur, mars 15, 2004

Hvurn Hvurn
Kannski reyna þjóðverjar núna að lesa þetta. Ég ætla samt ekki að gera þeim það að skrifa á þýsku.
Hvar getur maður fengið ódýrt vefsvæði. Þarf að dreifa nokkrum myndum sem eru samtals um 40 Meg.

Var áðan í mestum makindum að leita að ódýrasta flugfari til Köben þegar einhver slæmý stelpa frá USA vildi endilega rífa af mér buxurnar og .. og. Naja, vissi ekki alveg hvar á mig stóð veðrið. Grunó Grunó.

Köben kallar. Fer væntanlega næsta mánuð þangað. Kannski skelli ég mér samtímis til Svíaríkis. Heimsækja alla sem ég þekki í kringum þetta horn.
Byrjun næsta mánaðar svo til Lux.
Svo í haust til Belgíu á F1.
Og svo náttúrulega til St.Pétursborgar í Mai.

Ég held ég láti þetta duga fyrir þetta sumar.

Kv
|

laugardagur, mars 13, 2004

Halló Halló

Langt síðan síðast.
En nú hef ég eitthvað að segja:
Ég hef bara ekkert að segja !
En svona er nú lífið. Nillinn getur bullað alveg ósköp um ótrúlegt fólk sem ekki er raunverulegt en til þó. Og Solla ... Solla. Solla fer til Bochum. (eða var það ekki) Í Bochum eru hús, það er gott.

Ég er flugufrelsarinn. Eða, ég vild ég væri. Enginn veit hvort Flugunni er kingt. Við kingjum víst tveimur Kongulóm í svefni á ári ... að meðaltali. Það eru til fleiri flugur í heiminum en kongulær.

Bíum bíum bamba ló
bullið gefur enga ró.
Ef við ekki segjum satt
förgum við sjálfinu hratt.
Sannleikanum gefum grið.

Hann er nefnilega óvinsæll.

Gvendur dó.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?