þriðjudagur, maí 25, 2004
Hae Allir
sit herna a internet caffi med brosa ad skrifa blogg. Madur hefur bara svona limit a tima herna og verdur thvi ad flyta ser.
Flott nytt utlit hja ther Mary. Eg thurfti alltaf halftima ad hlada siduna thina adur med 33kbauda modeminu minu (ja, 33kbit .. ja, eg veit, vonlaust og eftira .. ok, skomm lika, en eg er ad reyna ad spara thannig ad eg geti ferid 2 a ari til i$lands)
Lysing a St.Peturs i einni setningu: Andstaedur forns yfirmattar auds og nutima fataekt.
Solla: Hnignandi heppni er ad hjola hjolalausu hjoli hemlalaust nidur haan hol.
Nu veistu thad.
Kv. Russki Fusi
|
sit herna a internet caffi med brosa ad skrifa blogg. Madur hefur bara svona limit a tima herna og verdur thvi ad flyta ser.
Flott nytt utlit hja ther Mary. Eg thurfti alltaf halftima ad hlada siduna thina adur med 33kbauda modeminu minu (ja, 33kbit .. ja, eg veit, vonlaust og eftira .. ok, skomm lika, en eg er ad reyna ad spara thannig ad eg geti ferid 2 a ari til i$lands)
Lysing a St.Peturs i einni setningu: Andstaedur forns yfirmattar auds og nutima fataekt.
Solla: Hnignandi heppni er ad hjola hjolalausu hjoli hemlalaust nidur haan hol.
Nu veistu thad.
Kv. Russki Fusi
|
þriðjudagur, maí 18, 2004
Afsakið öllsömul. Ég hef ekki verið duglegur að blogga undanfarið. Það er bara svo brjálað veður hérna og maður nýtur hvert tækifæri til að fara út að hreyfa sig. Var líka kominn tími til.
Fór í blak í kvöld. Var yngstur og ekki verstur. Sá sem var verri en ég var 70tugur :( neinei, svo slæmt var það ekki. Var svolítið þreyttur eftir að hafa hjólað 20 km meðfram Neckar og Rems, að hluta til í gegnum skóg. Vá, hvað hef ég verið að gera síðustu tvö ár. Skemmtilegir náungar í blakinu. Voru samt þessar venjulegu íslandsspurningar. Maður verður bara að þola þær, svara og bíða þangað til allir hafa fengið að tjá sig um stórfengleika okkar lands. Hurðu Pápi, það á víst að fara að loka Spítalanum í Backnang !!!! Það var einn náungi þaðan með og hann var eitthvað miður sín yfir ástandinu í Backnang yfirleitt. Engin fyrirtæki lengur, fólk að fara og Bærinn á hausnum. Hm.
Steini var að eignast.. um, nei ég meina Gugga var að eignast og þau saman voru að verða tvöfaldir foreldrar. Er að bíða eftir því að bréfið frá honum Steina er að hlaðast á meðann ég skrifa þetta. Ætla nú samt fyrirfram að óska ykkur Steini, Gugga, Soffía Líf og nýja krílið, til hamingju. Litla kríli, velkominn í þennan heim !
Jæja, er eitthvað ferlega þreyttur. Út og suður, og á morgunn í Norður og austur. Nilli Pilli, here æ kom. Haltu St.PétursborgarVodkanum köldum.
Góða nótt, sofiði rótt, í alla nótt.
Það lúrir eitthvað í nánd. Það heitir Sumar.
|
Fór í blak í kvöld. Var yngstur og ekki verstur. Sá sem var verri en ég var 70tugur :( neinei, svo slæmt var það ekki. Var svolítið þreyttur eftir að hafa hjólað 20 km meðfram Neckar og Rems, að hluta til í gegnum skóg. Vá, hvað hef ég verið að gera síðustu tvö ár. Skemmtilegir náungar í blakinu. Voru samt þessar venjulegu íslandsspurningar. Maður verður bara að þola þær, svara og bíða þangað til allir hafa fengið að tjá sig um stórfengleika okkar lands. Hurðu Pápi, það á víst að fara að loka Spítalanum í Backnang !!!! Það var einn náungi þaðan með og hann var eitthvað miður sín yfir ástandinu í Backnang yfirleitt. Engin fyrirtæki lengur, fólk að fara og Bærinn á hausnum. Hm.
Steini var að eignast.. um, nei ég meina Gugga var að eignast og þau saman voru að verða tvöfaldir foreldrar. Er að bíða eftir því að bréfið frá honum Steina er að hlaðast á meðann ég skrifa þetta. Ætla nú samt fyrirfram að óska ykkur Steini, Gugga, Soffía Líf og nýja krílið, til hamingju. Litla kríli, velkominn í þennan heim !
Jæja, er eitthvað ferlega þreyttur. Út og suður, og á morgunn í Norður og austur. Nilli Pilli, here æ kom. Haltu St.PétursborgarVodkanum köldum.
Góða nótt, sofiði rótt, í alla nótt.
Það lúrir eitthvað í nánd. Það heitir Sumar.
|
sunnudagur, maí 16, 2004
Jónsi Jónsi. Vitiði, ég hef enga þekkingu til þessa gutta. Hver er þessi Jónsi ? Hvað hefur hann gert til að verðskulda það að fara til Eurovision. Jæja, það hafa nú margir farið sem hafa hvorki haft hæfileika né áhugavert lag. Jónsinn kom okkur þó frá fallsæti. Tókuði eftir hvar vil lágum miðað við Noreg ?
Nenni ekki að fara út þó svo veðrir sé frábært. Kannski ætti ég bara að skella mér á hjólið og hjóla aðeins. Já, hvernig væri það. Í staðinn fyrir að hanga á netinu. Ok, ég skelli mér. Heyrumst.
|
Nenni ekki að fara út þó svo veðrir sé frábært. Kannski ætti ég bara að skella mér á hjólið og hjóla aðeins. Já, hvernig væri það. Í staðinn fyrir að hanga á netinu. Ok, ég skelli mér. Heyrumst.
|
föstudagur, maí 14, 2004
Upp Upp Uppáfjall
Upp á fjallsins brún
Niður Niður niður niður
alveg niðrá ... bjórgarð
Við gengum upp með Rems í dag. Frábært veður, maður hefur fengið meira að segja smá lit .. reyndar rauðann en það er líka gott. Er að vonast eftir því að fá aftur freknur eins og forðum. Mér finnst freknur svolítið skemmtilegar. Sýnir að maður er svolítið náttúrulegur og ekki einhver sólstofubrúnkuletingi (einhvern veginn finnst mér fólk sem stundar sólstofurnar mikið verða meira kúkabrúnt en bara venjulega náttúrulega brúnt, maður sér það alltaf að það hafi verið á sólbaðsstofu og ekki áunnið sér brúnkunnar með eðlilegum, útiverulegum sólsteiktum hætti)
Mér finnst pressan á manni að verða hreinn Daimler maður orðin svolítið mikil. Ég reyndar skil það vel að þeir vilji bara borga mér beint og ekki yfir eitthvað utanaðkomandi fyrirtæki. Ég fæ jú varla 10 % af því sem þeir borga fyrirtækinu mínu. Ef við gerðum samning um að þeir borgi mér 50% af því sem þeir borga fyrirtækinu mínu í dag, væri það tilboð sem varla væri hægt að hafna. Hmm, en nei, ákvað að koma heim og ég skal sko drullast til að gera það.
Í göngutúrnum í dag tók ég fótboltann og körfuboltann minn með. Við spörkuðum fótboltanum aðeins fram og til baka og ég reyndi aðeins að sína þjóðverjunum hvað körfubolti er (um, þeir í suðrinu eru ekki miklir körfuboltaáhugamenn, þeir eru meina í Vfb Stuttgart og F1). Ég datt einu sinni killiflatur. Hey, hef ekki spilað fótbolta leeengi. Ég var samt betri en þeir, hah.
Það eru til hestar hérna í Stuttgart, allavega við Rems (Rems er smá hliðarfljót við Neckar .. Neckar er stærsta áin í Stuttgart og er skipageng, ég hef ekki synt í Neckar og mun heldur ekki gera það .. basta, bara svo að þið vitið það)
Það eru hverfandi líkur á því að Schröder verði Kanslari aftur. Þeir (þeir) gátu ekki svarað mér því hvort Taube (dúfa) hafi eitthvað með Taub (heyrnaskertur, heyrnalaus) að gera. Franziskaner Hefe er djöfulli góður íííís kaldur. Gömul hjón draupust í fyrra eftir að þau borðuðu Maiglöggchen. Þau ætluðu að borða einhverskonar aðra jurt, sem lítur mjög álíka út og Maiglöggchen og smakkast mjög álíka og Hvítlaukur. DaimlerChrysler ætlar að setja meiri áherslu á gæði á næstu árum. Þeir voru svolítið sjokkeraðir að Toyota gat komið með bíl sem hafði hærri gæði en þeir voru með. Bjórgarðurinn minn í Kúrparkinum opnar á morgunn, húrra :):):)
Nilli, taktu þessu rólega. Hinn siðmenntaði líkami er bara að losa sig við hið ósiðmenntaða sem látið var ofan í hann. What goes around, comes around. eða What goes down, comes out. Vertu feginn að við þurfum ekki að losa okkur við það sem við troðum ofan í okkur á sama veg aftur út. Hey, vissirðu það að það er til Skjaldbaka í Amazonas einhversstaðar sem andar með rassgatinu undir vatni !!! Djöfull er náttúran skrítin, og stundum bara einfaldlega furðuleg.
|
Upp á fjallsins brún
Niður Niður niður niður
alveg niðrá ... bjórgarð
Við gengum upp með Rems í dag. Frábært veður, maður hefur fengið meira að segja smá lit .. reyndar rauðann en það er líka gott. Er að vonast eftir því að fá aftur freknur eins og forðum. Mér finnst freknur svolítið skemmtilegar. Sýnir að maður er svolítið náttúrulegur og ekki einhver sólstofubrúnkuletingi (einhvern veginn finnst mér fólk sem stundar sólstofurnar mikið verða meira kúkabrúnt en bara venjulega náttúrulega brúnt, maður sér það alltaf að það hafi verið á sólbaðsstofu og ekki áunnið sér brúnkunnar með eðlilegum, útiverulegum sólsteiktum hætti)
Mér finnst pressan á manni að verða hreinn Daimler maður orðin svolítið mikil. Ég reyndar skil það vel að þeir vilji bara borga mér beint og ekki yfir eitthvað utanaðkomandi fyrirtæki. Ég fæ jú varla 10 % af því sem þeir borga fyrirtækinu mínu. Ef við gerðum samning um að þeir borgi mér 50% af því sem þeir borga fyrirtækinu mínu í dag, væri það tilboð sem varla væri hægt að hafna. Hmm, en nei, ákvað að koma heim og ég skal sko drullast til að gera það.
Í göngutúrnum í dag tók ég fótboltann og körfuboltann minn með. Við spörkuðum fótboltanum aðeins fram og til baka og ég reyndi aðeins að sína þjóðverjunum hvað körfubolti er (um, þeir í suðrinu eru ekki miklir körfuboltaáhugamenn, þeir eru meina í Vfb Stuttgart og F1). Ég datt einu sinni killiflatur. Hey, hef ekki spilað fótbolta leeengi. Ég var samt betri en þeir, hah.
Það eru til hestar hérna í Stuttgart, allavega við Rems (Rems er smá hliðarfljót við Neckar .. Neckar er stærsta áin í Stuttgart og er skipageng, ég hef ekki synt í Neckar og mun heldur ekki gera það .. basta, bara svo að þið vitið það)
Það eru hverfandi líkur á því að Schröder verði Kanslari aftur. Þeir (þeir) gátu ekki svarað mér því hvort Taube (dúfa) hafi eitthvað með Taub (heyrnaskertur, heyrnalaus) að gera. Franziskaner Hefe er djöfulli góður íííís kaldur. Gömul hjón draupust í fyrra eftir að þau borðuðu Maiglöggchen. Þau ætluðu að borða einhverskonar aðra jurt, sem lítur mjög álíka út og Maiglöggchen og smakkast mjög álíka og Hvítlaukur. DaimlerChrysler ætlar að setja meiri áherslu á gæði á næstu árum. Þeir voru svolítið sjokkeraðir að Toyota gat komið með bíl sem hafði hærri gæði en þeir voru með. Bjórgarðurinn minn í Kúrparkinum opnar á morgunn, húrra :):):)
Nilli, taktu þessu rólega. Hinn siðmenntaði líkami er bara að losa sig við hið ósiðmenntaða sem látið var ofan í hann. What goes around, comes around. eða What goes down, comes out. Vertu feginn að við þurfum ekki að losa okkur við það sem við troðum ofan í okkur á sama veg aftur út. Hey, vissirðu það að það er til Skjaldbaka í Amazonas einhversstaðar sem andar með rassgatinu undir vatni !!! Djöfull er náttúran skrítin, og stundum bara einfaldlega furðuleg.
|
mánudagur, maí 10, 2004
Hæ Telma frænka :) :) :) Vá, lant síðan við höfum hist, er það ekki ?? Þú hefur allavega fundið mig á netinu, þó svo ég hafi reynt að fela mig í Stuttgart.
Er að byrja í Volleyball á morgunn. Ég verð yngstur, mér skilst að sá næst yngsti sé 36 ára stórreykingarmaður. Okey, kannski á ég þá einhvern séns í að vera ekki fullkomlega búinn eftirá.
Á föstudaginn fer Teamið sem ég er í hjá Daimler í göngutúr. Hef ekki hugmynd af hverju ég er að segja frá því, en hey af hverju ekki. Þetta er svona týpískt ekkifrétt. Við ætlum að ganga 12km meðfram einhverri á, og endum svo á stað þar sem við getum grillað. Sá reyndar veðurfréttirnar áðan að það gæti ringt. Eða dropað, það var nú varla hægt að kalla þetta rigningu. Maður væri nú ekki ekta íslendingur ef maður myndi ekki skella sér í smá grill þó svo það sé stórstormur, skafrenningur og 10 stiga frost úti. En nei, ef það er undir 20 gráðum, eða lítur út fyrir að það gæti mögulega ringt (semsagt, það er eitt ský á himni, til hægri við sólina, á leiðinni í burtu, nei heyrðu, þetta var ekki ský, það var bara einn stórreykingarmaðurinn í hópnum að kveikja á 3 sígarettum í einu) þá á að hætta við. Semsagt, það verður ekki farið. Ég get stillt mig inn á það. Það verður unnið á föstudaginn og ekkert kjaftæði. Og það verður unnið lengi, og það verður unnið hart, og við ætlum sko að vinna almennilega, eins og fábjánar og án miskunnar. Þú VINNA, þú kemst ekki undann. Við skulum sko vinna þig þú vinna. Því við, vinnuþjarkarnir, við vinnum það sem á borð er borið. Við, hinir dyggu, the Brave, við gefum vinnunni engann grið. Here fi kom !!
I'll be back
Fúsi Froskagleypir (eftirlauna yfirvinnusjúklingur)
|
Er að byrja í Volleyball á morgunn. Ég verð yngstur, mér skilst að sá næst yngsti sé 36 ára stórreykingarmaður. Okey, kannski á ég þá einhvern séns í að vera ekki fullkomlega búinn eftirá.
Á föstudaginn fer Teamið sem ég er í hjá Daimler í göngutúr. Hef ekki hugmynd af hverju ég er að segja frá því, en hey af hverju ekki. Þetta er svona týpískt ekkifrétt. Við ætlum að ganga 12km meðfram einhverri á, og endum svo á stað þar sem við getum grillað. Sá reyndar veðurfréttirnar áðan að það gæti ringt. Eða dropað, það var nú varla hægt að kalla þetta rigningu. Maður væri nú ekki ekta íslendingur ef maður myndi ekki skella sér í smá grill þó svo það sé stórstormur, skafrenningur og 10 stiga frost úti. En nei, ef það er undir 20 gráðum, eða lítur út fyrir að það gæti mögulega ringt (semsagt, það er eitt ský á himni, til hægri við sólina, á leiðinni í burtu, nei heyrðu, þetta var ekki ský, það var bara einn stórreykingarmaðurinn í hópnum að kveikja á 3 sígarettum í einu) þá á að hætta við. Semsagt, það verður ekki farið. Ég get stillt mig inn á það. Það verður unnið á föstudaginn og ekkert kjaftæði. Og það verður unnið lengi, og það verður unnið hart, og við ætlum sko að vinna almennilega, eins og fábjánar og án miskunnar. Þú VINNA, þú kemst ekki undann. Við skulum sko vinna þig þú vinna. Því við, vinnuþjarkarnir, við vinnum það sem á borð er borið. Við, hinir dyggu, the Brave, við gefum vinnunni engann grið. Here fi kom !!
I'll be back
Fúsi Froskagleypir (eftirlauna yfirvinnusjúklingur)
|
laugardagur, maí 08, 2004
Van Helsing
Kill Bill 2
Dirty Dancing 2 (hver hefði látið sér dreyma að framhald af Dirty Dancing myndi koma)
Big Fish
Velvet Rivers 2 (um, ég er að þýða frá þýsku)
Troja
Bara gróska í bíólífinu.
Nú sendi gæinn sem organiseraði fótbolta afsökunarbeiðni, og segist hafa þurft að vera í Vinnunni til kl.20. Hah, nú bauð hann okkur öllum nýjan termin. Merkilegt er bara að ég var eini sem mætti á staðinn. Ef gert verður nýr termin og þessi lætur sjá sig, þá held ég ekki að hinir munu gera það. Þó svo þeir segist ætla.
Hvað er aldrei nálægt þegar maður þarf á því að halda ?
|
Kill Bill 2
Dirty Dancing 2 (hver hefði látið sér dreyma að framhald af Dirty Dancing myndi koma)
Big Fish
Velvet Rivers 2 (um, ég er að þýða frá þýsku)
Troja
Bara gróska í bíólífinu.
Nú sendi gæinn sem organiseraði fótbolta afsökunarbeiðni, og segist hafa þurft að vera í Vinnunni til kl.20. Hah, nú bauð hann okkur öllum nýjan termin. Merkilegt er bara að ég var eini sem mætti á staðinn. Ef gert verður nýr termin og þessi lætur sjá sig, þá held ég ekki að hinir munu gera það. Þó svo þeir segist ætla.
Hvað er aldrei nálægt þegar maður þarf á því að halda ?
|
miðvikudagur, maí 05, 2004
Ég fór á Fótbolta-Blind-Date áðann. Og hvað haldiði !?! Ég var látinn sitja. Enginn mætti ! Þessir helvítis þjóðverjar gátu ekki einu sinni sagt/sent/hringt í/öskrað á/hintað/raulað/drullað því úr sér/ropað því upp að þeim finnist rakt gras ekki gott. Og ég, íslendingurinn, var mættur tímanlega. Enginn færeyskur tími hér.
Lúðar, LÚÐAR, lurkum lamdir ljótir leiðinlegir letihaugar með laufabrauð.
|
Lúðar, LÚÐAR, lurkum lamdir ljótir leiðinlegir letihaugar með laufabrauð.
|
þriðjudagur, maí 04, 2004
Fyrir um ári síðan fór ég til Klippara líka, Marí Björk. Já, og sú klippti mig líka alveg eins og ég bað um. Verst var bara að ég hafði ferlega eitthvað misskilið klippikonuna sem hafði klippt mig þaráður, því ég bað um 9 mm. Hún spurði: 9 mm ?! ertu viss ? og ég, eins og vanalega, mátti alls ekki sýna að ég hafði ekki hugmynd og glóru í málefnum klippimennsku, sagði: jú auðvitað, 9 mm og ALLS ekki lengra. og hún: Allt hárið ? .. ég orðinn óþolinnmóður og byrjaður að gruna að ég væri að gera vitleysu: jáhá. Tja, svo byrjaði hún. Hún var ekkert að skafa af því, notaði bara vélina og var á engri stundu búin. Hún þurfti náttúrulega endilega að byrja endilangt ofann á höfðinu. Hefði hún bara byrjað á hliðinni, þá hefði ég getað kannski stoppað þennan horror. En eina sem ég gat gert var að horfa eins og í losti á þennan óskunda sem var að koma í ljós í speglinum fyrir framann mig. Hárið var svo stutt að það sást í húðina undir niðri, og ekki hjálpaði það að andlitið á mér byrjaði að roðna og roðna meira með hverri vélar-yfirferðinni. Svitinn byrjaði að seitla fram og andadrátturinn varð hraðari. Svo loksins var þetta búið. Nær ekkert hár eftir, og ég standandi þarna í miðri borginni með rauðann hausinn, en nær skjannahvíta kollinn, horfandi hálf skellkaður um mig.
Ég fór heim og glápti á sjónvarpið í viku.
|
Ég fór heim og glápti á sjónvarpið í viku.
|
laugardagur, maí 01, 2004
Sumarið er komið og vorfestið hættir á morgunn. Þá fer maður bara á hocketse's. Furðulegt nafn eiginlega. Hocketse er Swebiska nafnið yfir svona smá lokal bjórhátíðir einhversstaðar á engi eða undir eplatrjám. Allir úr þorpinu mæta til að spjalla og drekka bjór, kaffi éta kökur og bara hafa það generellt gott. Þetta orð er örugglega komið frá orðasambandinu "Da hocken sie", semsagt stytt, swabiserað og brenglað með tímanum í hocketse. "Da hocken sie" þýðir, þarna sitja þeir. Sitja er nú samt ekki alveg rétta þýðingin á hocken, hocken er meira, plumma sér ... eða eitthvað, mér dettur eiginlega ekkert íslenskt orð í hug sem er 1-1 þýðing.
Fer í fótbolta næsta miðvikudag. Hef ekki hugmynd með hverjum. Það var bara samið um stað og stund á netinu og svo á maður bara að mæta. Þetta verður svona fótbolta-blind-date.
Fékk MP3 spilarann minn nýverið. einn með öllu. Fínt að skokka með þetta. Valdi hann sérstaklega af því að hann kom með svona skokkbandi, sem maður festir um handlegginn. Maður finnur varla fyrir því að þetta stykki er fast við mann.
Af hverju heita Kverkfjöll Kverkfjöll ?
Og í lokinn, hver haldiði að Gvendur sé ?
|
Fer í fótbolta næsta miðvikudag. Hef ekki hugmynd með hverjum. Það var bara samið um stað og stund á netinu og svo á maður bara að mæta. Þetta verður svona fótbolta-blind-date.
Fékk MP3 spilarann minn nýverið. einn með öllu. Fínt að skokka með þetta. Valdi hann sérstaklega af því að hann kom með svona skokkbandi, sem maður festir um handlegginn. Maður finnur varla fyrir því að þetta stykki er fast við mann.
Af hverju heita Kverkfjöll Kverkfjöll ?
Og í lokinn, hver haldiði að Gvendur sé ?
|