laugardagur, júlí 17, 2004
Hallöchen allir þeir sem skilja islenska tungu.
Skil nu ekki alveg þetta með tunguna. Ég get ekki sagt að ég skilji endilega islenska tungu, hvað er svo sem að skilja. Eina sem ég get sagt um íslenska tungur er að þær smakkast ágætlega, ef þær koma úr Rollu eða Nauti og eru rétt matreiddar. Hef aldrei hugsað um eða skoðað aðrar íslenskar tungur. Það er nú samt væntanlega ekki meint beinlínis tungur með tungum. En það passar samt heldur ekki alveg. Við tölum með kjaftinum en ekki tungunni. Það sést best á því hvað við íslendingar erum með stóran kjaft alltaf. Hm, hvað ætlaði ég eiginlega að segja... jú, tungur, ég held ég þurfi að aflæra eina tungu til að koma rússneskunni fyrir. Þetta er að verða svolítið mikið. Yfir daginn þýska, enska og stundum sænka (léleg skandinaviska), svo rússneska í kvöldskóla og íslenska um helgar og seint á kvöldin. Maður er að verða svolítið ruglaður á þessu. Og ég get ekki legur garanterað að allt komi á sama túuúúúngumálinu út úr mér. Til allra hamingju tala ég með kjaftinum og ekki tungunni.
Nilli, skemmtuþér þarna á Sovéska Spáni. Hefði viljað fara með.
Erna Frænka :) Þú mátt lesa eins og þú vilt. Hefur öll þau leifi sem ég get gefið.
PS: HÆ Erna
Og HÆ til allra hinna líka, líka þeirra sem eru í Sumar-Fríi
|
Skil nu ekki alveg þetta með tunguna. Ég get ekki sagt að ég skilji endilega islenska tungu, hvað er svo sem að skilja. Eina sem ég get sagt um íslenska tungur er að þær smakkast ágætlega, ef þær koma úr Rollu eða Nauti og eru rétt matreiddar. Hef aldrei hugsað um eða skoðað aðrar íslenskar tungur. Það er nú samt væntanlega ekki meint beinlínis tungur með tungum. En það passar samt heldur ekki alveg. Við tölum með kjaftinum en ekki tungunni. Það sést best á því hvað við íslendingar erum með stóran kjaft alltaf. Hm, hvað ætlaði ég eiginlega að segja... jú, tungur, ég held ég þurfi að aflæra eina tungu til að koma rússneskunni fyrir. Þetta er að verða svolítið mikið. Yfir daginn þýska, enska og stundum sænka (léleg skandinaviska), svo rússneska í kvöldskóla og íslenska um helgar og seint á kvöldin. Maður er að verða svolítið ruglaður á þessu. Og ég get ekki legur garanterað að allt komi á sama túuúúúngumálinu út úr mér. Til allra hamingju tala ég með kjaftinum og ekki tungunni.
Nilli, skemmtuþér þarna á Sovéska Spáni. Hefði viljað fara með.
Erna Frænka :) Þú mátt lesa eins og þú vilt. Hefur öll þau leifi sem ég get gefið.
PS: HÆ Erna
Og HÆ til allra hinna líka, líka þeirra sem eru í Sumar-Fríi
|
mánudagur, júlí 12, 2004
Var í mínum fyrsta Rússnesku kúrs í dag. Þrír tímar af sch, ch, je, jo og "o" sem er "a" en bara þegar það vill. Jæja, bráðum skil ég hvað bróðir minn segir um mig við vini sína.
|
|
sunnudagur, júlí 11, 2004
Já, ég fékk mér Ford Focus Ghia fyrir ári síðann. Keyrði bílinn fyrstu mánuðina meira en 7000 km. Síðann hef ég varla hreyft hann. Stórborgir hérna úti eru jú með svo gott umferðarkerfi .. þ.e. strætó, S-bahn, U-bahn, taxi og hjól, að maður þarf eiginlega ekki á bíl að halda ef maður heldur sig innanbæjar. En af og til skelli ég mér jú út á land. Lichtenstein, Hohenzollern, Hohenacker .. bara svon að kíkja um helgi. En bensín hérna er bara svo ferlega dýrt, næstum því jafn dýrt og á íslandi. Maður er ekkert að eyða þessu að óþörfu.
Nú er gamann að fylgjast með þýska fótboltanum. Ottó vildi ekki verða landsliðsþjálfari, hah :) Það vill enginn þjálfa þýska landsliðið. Þeir eru líka alveg vonlausir.
Er að fara að læra rússnesku á morgunn. Milli 18:00 og 21:00 á hverjum degi næstu viku. Passaðu þig, Nilli, bráðum verðurðu að passa þig hvað þú og vinir þínir segja um mig á meðan ég er nálægt. Ég SKIL þig vel
|
Nú er gamann að fylgjast með þýska fótboltanum. Ottó vildi ekki verða landsliðsþjálfari, hah :) Það vill enginn þjálfa þýska landsliðið. Þeir eru líka alveg vonlausir.
Er að fara að læra rússnesku á morgunn. Milli 18:00 og 21:00 á hverjum degi næstu viku. Passaðu þig, Nilli, bráðum verðurðu að passa þig hvað þú og vinir þínir segja um mig á meðan ég er nálægt. Ég SKIL þig vel
|
miðvikudagur, júlí 07, 2004
Hæ Amma
Gamann að sjá að þú sért búin að netvæðast :)
Annars ætlaði ég nú að segja frekar lítið. Er á fullu í að hjóla, lesa og vinna. Fór á Amazon um daginn til að leita að einhverju til að lesa. Fann þrjár bækur, flott og gott, en mér fannst þetta bara vera of dýrt. Núna er kominn þessi flotti feature á Amazon að kaupa notaðar bækur, og sjái .. allar þrjár bækurnar fengust notaðar. Reyndar þurfti að fljúga þær inn frá Breta-landi.
Leiðist eitthvað. Vinnan ekkert merkileg lengur. Hitinn orðinn of mikill. Sjónvarpið að drepa mann. LÍN að minna. Bíllinn óhreyfður.
Vill einhver koma á fyllerí ?
|
Gamann að sjá að þú sért búin að netvæðast :)
Annars ætlaði ég nú að segja frekar lítið. Er á fullu í að hjóla, lesa og vinna. Fór á Amazon um daginn til að leita að einhverju til að lesa. Fann þrjár bækur, flott og gott, en mér fannst þetta bara vera of dýrt. Núna er kominn þessi flotti feature á Amazon að kaupa notaðar bækur, og sjái .. allar þrjár bækurnar fengust notaðar. Reyndar þurfti að fljúga þær inn frá Breta-landi.
Leiðist eitthvað. Vinnan ekkert merkileg lengur. Hitinn orðinn of mikill. Sjónvarpið að drepa mann. LÍN að minna. Bíllinn óhreyfður.
Vill einhver koma á fyllerí ?
|