<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 12, 2004

Ah, jæja. Fín helgi að baki og stelpurnar komnar aftur heim til sín. Þetta var nú meira Volksfest (októberfest) kvöldið. Mikið dansað á stólum, borðum og ofan á öðru fólki. Ég vona bara að allir hafi skemmt sér vel. Mig minnir að ég hafi gert það ... held ég ... allavega fram í lokin ... Reyndar lét ég mér kvöldið fara aftur í gegnum hausinn. Hey, en það var í lagi. Loksins var einhver með mér í bænum sem ég gat treyst til að drulla mér heim ef ég skildi ekki meika það sjálfur. Þetta er það sem vantar hérna alveg.

Næsta helgi er svo komið að stóra matarboðinu mínu. Ég er búinn að bjóða nær öllum sem ég hef kynnst svona nokkurn veginn vel í mat. 14 manns. Það verður Lambalæri og Lambahryggur í matinn. Íslenskt konfekt og harðfiskur í eftirrétt og snakk. Ekta Brennivín til að stappa maganum samann. Íslensk músik á fóninum .. og hvaðeina. Þetta verður fjörugt.

Byrjaði í rússnesku fyrir 2 vikum. Fyrsta skiptið var ég veikur og gat ekki mætt. Síðast var svo vinnan að bögga mig aðeins. Og á morgunn... djöfull, ég veit ekki. Þetta er framhaldsnámskeið og ég er bara búinn með tvö stutt skyndinámskeið. Sjáum til.

Ok, Marý. Pabbi er ekki ennþá búinn að hafa samband. En ég má ekki missa af partýinu í Norrich !!!

Svo kom svolítið skrítið fyrir mig. Volker Hampel bað mig um að verða svaramaður (Trauzeuge/best man) þegar hann ætlar að gifta sig 8.Nóv í Kiel. Verð á flottu hóteli beint við sjóinn. Kannski get ég kíkt á Tínu og kærustu hennar þá í leiðinni.

Gute Nacht

|
Ah, jæja. Fín helgi að baki og stelpurnar komnar aftur heim til sín. Þetta var nú meira Volksfest (októberfest) kvöldið. Mikið dansað á stólum, borðum og ofan á öðru fólki. Ég vona bara að allir hafi skemmt sér vel. Mig minnir að ég hafi gert það ... held ég ... allavega fram í lokin ... Reyndar lét ég mér kvöldið fara aftur í gegnum hausinn. Hey, en það var í lagi. Loksins var einhver með mér í bænum sem ég gat treyst til að drulla mér heim ef ég skildi ekki meika það sjálfur. Þetta er það sem vantar hérna alveg.

Næsta helgi er svo komið að stóra matarboðinu mínu. Ég er búinn að bjóða nær öllum sem ég hef kynnst svona nokkurn veginn vel í mat. 14 manns. Það verður Lambalæri og Lambahryggur í matinn. Íslenskt konfekt og harðfiskur í eftirrétt og snakk. Ekta Brennivín til að stappa maganum samann. Íslensk músik á fóninum .. og hvaðeina. Þetta verður fjörugt.

Byrjaði í rússnesku fyrir 2 vikum. Fyrsta skiptið var ég veikur og gat ekki mætt. Síðast var svo vinnan að bögga mig aðeins. Og á morgunn... djöfull, ég veit ekki. Þetta er framhaldsnámskeið og ég er bara búinn með tvö stutt skyndinámskeið. Sjáum til.

Ok, Marý. Pabbi er ekki ennþá búinn að hafa samband. En ég má ekki missa af partýinu í Norrich !!!

Svo kom svolítið skrítið fyrir mig. Volker Hampel bað mig um að verða svaramaður (Trauzeuge/best man) þegar hann ætlar að gifta sig 8.Nóv í Kiel. Verð á flottu hóteli beint við sjóinn. Kannski get ég kíkt á Tínu og kærustu hennar þá í leiðinni.

Gute Nacht

|

sunnudagur, október 03, 2004

NEI
Ég er ekki hættur að blogga. Veit að ég hef verið ferlega latur undanfarið. En það sama gildir um sprotið. Nú skala taka á, nú bretti ég upp ermarnar, nú skal sko eitthvað gerast. En fyrst verð ég að sofa.

Var hjá Sollu Systu um helgina í Bochum. Já, Solla systa er komin til Þjóðverjalands. Gaman að fá hana. Næstu helgi heimsækir hún og Marý Björk ofurfrænka frá Norrich mig til Stuttgart til að drekka með mér bjór.

Meira á leiðinni. Var löng ferð frá Bochum, í yfirfullum og þröngum, illa lyktandi lestum.
BÆBÆBÆ

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?