mánudagur, nóvember 15, 2004
Alli Valli Kúa della
nú ætla ég að trompa aðeins Nilla pilla
Á nokkrum hæðum í húsinu okkar í vinnunni er verið að renovera klósettin. Maður ætti nú bara að vera feginn því. Þessi hús eru víst frá byrjun áttunda áratugnum og ýmislegt byrjað að klikka eftir því. Klósettin höfðu hingað til eiginlega ekki verið til vandræða. Það voru eiginlega frekar lyfturnar. Og þær urðu fyrst til vandræða eftir að þær voru "beturumbættar". Sumar lyfturnar eru stundum ekki alveg viss hvað þær vilja. Maður ýtir á hnappinn og býður svo eftir lyftu. Flott er, lyfta kemur og hurðin opnast. Maður fer inn í lyftuna og ýtir á hæðina sína sem maður vill fara á. Lyftan lokast. Ekkert gerist. Lyftan opnast. Ekkert gerist. Maður lítur út, og maður er ennþá á sömu hæð og enginn nálægt. Maður ýtir aftur á lyftuhnappinn og þá gengur allt ók. Um daginn ákvað ein lyftan að hún yrði endilega að fara með háhraða (fallhraða) milli þriggja hæða. Fólkinu í lyftunni var víst alls ekki skemmt. Svo virðast allar lyfturnar endilega vilja fara alla leið niður í kjallara, þó svo að enginn standi þar. Lyftan fer niður og opnast. Maður lítur út og þarna eru kannski 3 lyftuhurðir opnar og enginn sjáanlegur. Mjög spúkí. Jæja, allavegana, eftir að þeir voru búnir að "beturumbæta" lyfturnar, eru þeir núna að taka fyrir klósettin. Og sjái, allt í einu funkera okkar klósett, sem hafa alltaf verið í fullkomnu lagi, bara alls ekki. Eitt klósettið neitar að sturta, og bara þá þegar verst á reynir (flest fólk inná klósettinu). Eina pissuskálin á það til að yfirfyllast og lekur þá allt niðrá gólf. Svo í dag sat ég á skálinni og hugsaði mér einskis ills, þegar ég sá gult vatn leka í rænum frá nágrannaklóinu yfir til mín. Náttúrulega óðfluga beint í áttina að buxunum mínum, sem voru jú hættulega nálægt gólfinu. Heitt vatn virðist ekki vera lengur til. Skúringarkellurnar virðast ekki þora lengur að láta sjá sig. Til allra hamingju er nóg til af pappír.
|
nú ætla ég að trompa aðeins Nilla pilla
Á nokkrum hæðum í húsinu okkar í vinnunni er verið að renovera klósettin. Maður ætti nú bara að vera feginn því. Þessi hús eru víst frá byrjun áttunda áratugnum og ýmislegt byrjað að klikka eftir því. Klósettin höfðu hingað til eiginlega ekki verið til vandræða. Það voru eiginlega frekar lyfturnar. Og þær urðu fyrst til vandræða eftir að þær voru "beturumbættar". Sumar lyfturnar eru stundum ekki alveg viss hvað þær vilja. Maður ýtir á hnappinn og býður svo eftir lyftu. Flott er, lyfta kemur og hurðin opnast. Maður fer inn í lyftuna og ýtir á hæðina sína sem maður vill fara á. Lyftan lokast. Ekkert gerist. Lyftan opnast. Ekkert gerist. Maður lítur út, og maður er ennþá á sömu hæð og enginn nálægt. Maður ýtir aftur á lyftuhnappinn og þá gengur allt ók. Um daginn ákvað ein lyftan að hún yrði endilega að fara með háhraða (fallhraða) milli þriggja hæða. Fólkinu í lyftunni var víst alls ekki skemmt. Svo virðast allar lyfturnar endilega vilja fara alla leið niður í kjallara, þó svo að enginn standi þar. Lyftan fer niður og opnast. Maður lítur út og þarna eru kannski 3 lyftuhurðir opnar og enginn sjáanlegur. Mjög spúkí. Jæja, allavegana, eftir að þeir voru búnir að "beturumbæta" lyfturnar, eru þeir núna að taka fyrir klósettin. Og sjái, allt í einu funkera okkar klósett, sem hafa alltaf verið í fullkomnu lagi, bara alls ekki. Eitt klósettið neitar að sturta, og bara þá þegar verst á reynir (flest fólk inná klósettinu). Eina pissuskálin á það til að yfirfyllast og lekur þá allt niðrá gólf. Svo í dag sat ég á skálinni og hugsaði mér einskis ills, þegar ég sá gult vatn leka í rænum frá nágrannaklóinu yfir til mín. Náttúrulega óðfluga beint í áttina að buxunum mínum, sem voru jú hættulega nálægt gólfinu. Heitt vatn virðist ekki vera lengur til. Skúringarkellurnar virðast ekki þora lengur að láta sjá sig. Til allra hamingju er nóg til af pappír.
|
sunnudagur, nóvember 14, 2004
Hvurn Skollinn
Nilli situr við höfn og horfir á bátana. Hann er í góðum fílíng.
Ég sit í þýskalandi og horfi á haustið. Veit ekki í hvaða fílingi ég er.
Hvað gerir maður eftir Kiel:
Var í sproti til 12 á þriðjudag. Á neyðarfundi til kl. 13 á miðvikudag. Fimmtugsafmæli til kl.12 á fimmtudag. Wisky og Bjórprufu með Brian og co til kl. 12 á föstudag. Í mat hjá Marion og Mayk til kl. 1 í gær. held ég slappi af í kvöld.
Eftir afmælið á fimmtudaginn kom ég heim á bílnum og fann náttúrulega ekkert bílastæði hjá mér. Andsk. þessvegna varð ég að parkera of nálægt vegarhorni. Það var samt nóg pláss fyrir aðra bíla og ég var ekki fyrir neinum. Næsta morgunn fór ég óvenju snemma út til að færa bílinn í bílastæði áður en ég færi í vinnuna. Þegar ég kom að var vinstri ytri spegilinn í klessu, virkilega í klessu. Til hamingju var hafði bílinn sjálfur ekkert fengið af. Ég náttúrulega bölvaði en sá svo að það var miði í glugganum hjá mér. Okey, það er þá virkilega til almennilegt fólk ... hugsaði ég og tók miðann. Ég hélt ég yrði ekki eldri (er jú var hægt hvort sem er), þetta var tilkynning frá Löggunni að ég hefði parkerað vitlaust og að ég yrði að borga 15 evrur.
Nú verður gamann í þýskalandi. Það á að draga allar pásur sem maður tekur (ná í kaffi, reykja, skíta, pissa ...) af laununum. Það er jú gott fyrir efnahagslífið.
|
Nilli situr við höfn og horfir á bátana. Hann er í góðum fílíng.
Ég sit í þýskalandi og horfi á haustið. Veit ekki í hvaða fílingi ég er.
Hvað gerir maður eftir Kiel:
Var í sproti til 12 á þriðjudag. Á neyðarfundi til kl. 13 á miðvikudag. Fimmtugsafmæli til kl.12 á fimmtudag. Wisky og Bjórprufu með Brian og co til kl. 12 á föstudag. Í mat hjá Marion og Mayk til kl. 1 í gær. held ég slappi af í kvöld.
Eftir afmælið á fimmtudaginn kom ég heim á bílnum og fann náttúrulega ekkert bílastæði hjá mér. Andsk. þessvegna varð ég að parkera of nálægt vegarhorni. Það var samt nóg pláss fyrir aðra bíla og ég var ekki fyrir neinum. Næsta morgunn fór ég óvenju snemma út til að færa bílinn í bílastæði áður en ég færi í vinnuna. Þegar ég kom að var vinstri ytri spegilinn í klessu, virkilega í klessu. Til hamingju var hafði bílinn sjálfur ekkert fengið af. Ég náttúrulega bölvaði en sá svo að það var miði í glugganum hjá mér. Okey, það er þá virkilega til almennilegt fólk ... hugsaði ég og tók miðann. Ég hélt ég yrði ekki eldri (er jú var hægt hvort sem er), þetta var tilkynning frá Löggunni að ég hefði parkerað vitlaust og að ég yrði að borga 15 evrur.
Nú verður gamann í þýskalandi. Það á að draga allar pásur sem maður tekur (ná í kaffi, reykja, skíta, pissa ...) af laununum. Það er jú gott fyrir efnahagslífið.
|
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
AberHallo
Nu eru þið hlessa. Það getur bara ekki verið að Fúsi sé að skrifa blogg. Það er líka alveg rétt. Ég er ekkert að skrifa blogg. Þetta er bara ímyndun ykkar. Þið sjáið eitthvað þar sem ekkert er. Litla baunin í hausnum er að spinna þetta úr hreynum leiðindum og ímyndunaraflsleysi.
Þið munið ekki frétta af því að ég komi heim 17.des og verð fram að 8.jan, því þetta stendur ekki hér. Það er algjört bull og nær ómögulegt að þið skilduð vita að Steini og ég munum væntanlega reyna að halda Reunion 9. bekkjar Álftamýrarskóla stutt eftir áramót.
Mér er það algjör ráðgáta hvernig þið skilduð geta ímyndað ykkur að ég fari klukkan 4 í nótt til Kielar til að vera svaramaður hjá einum kollega mínum við giftinguna hans. Að ferðin taki 8 klukkutíma að keyra. Að við búum í flottu hótelherbergi við sjóinn. Að hvít ströndin mun blasa við mér þegar í lít út um svalardyrnar. Að sjávarloftið mun leika í gegnum (þynnandi) hárið mitt .
Það stendur hér ekki skrifað:
Bless í Beli
|
Nu eru þið hlessa. Það getur bara ekki verið að Fúsi sé að skrifa blogg. Það er líka alveg rétt. Ég er ekkert að skrifa blogg. Þetta er bara ímyndun ykkar. Þið sjáið eitthvað þar sem ekkert er. Litla baunin í hausnum er að spinna þetta úr hreynum leiðindum og ímyndunaraflsleysi.
Þið munið ekki frétta af því að ég komi heim 17.des og verð fram að 8.jan, því þetta stendur ekki hér. Það er algjört bull og nær ómögulegt að þið skilduð vita að Steini og ég munum væntanlega reyna að halda Reunion 9. bekkjar Álftamýrarskóla stutt eftir áramót.
Mér er það algjör ráðgáta hvernig þið skilduð geta ímyndað ykkur að ég fari klukkan 4 í nótt til Kielar til að vera svaramaður hjá einum kollega mínum við giftinguna hans. Að ferðin taki 8 klukkutíma að keyra. Að við búum í flottu hótelherbergi við sjóinn. Að hvít ströndin mun blasa við mér þegar í lít út um svalardyrnar. Að sjávarloftið mun leika í gegnum (þynnandi) hárið mitt .
Það stendur hér ekki skrifað:
Bless í Beli
|