<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 25, 2005

Nú er það svo, að ég er kallaður "gott svín" hérna í þýskalandi. Þetta var svona sagt hreynt og beint út, og ég trúði því heldur ekki í seinna skiptið. Hm, málið er það að "gott svín" þýðir hérna einhver sem borðar allt, er ekki matvandur.
|

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Ég er að fara á eftir til Nuernberg á ráðstefnu. Ein stærsta Embedded ráðstefnan í evrópu. Vá, ég nenni því varla. Niels er hættur að blogga. Leiðinlegt, að lesa Nillabloggið var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði á netinu :(
Æ, verð að vakna klukkan 6 á morgunn. Góða nótt. Gute Nacht.
|

mánudagur, febrúar 14, 2005

Ég er með svona furðulega kúlu sitjandi á borðinu við hliðina á mér. Það er ekki lampi en lýsir þó. Það gefur frá sér furðulegt suð og gefur frá sér eldingar. Eldingarnar eru rauðar á endunum en að mestum hluta þó bláar. Svo hreyfast þær stöðugt. Þær eru svona 20 til 30. Á erfitt með að telja þær, þær eru alltaf að myndast og hverfa. Ef ég kem við kúluna sameinast margar endingarnar í eina eða tvær og verða miklu sterkari. Ef ég læt fingurnar vera lengi á kúlunni verður glasið undir fingrunum heitt. Svo get ég látið endingarnar blikka með hljóði. Sneeeðugt.
|

laugardagur, febrúar 12, 2005

Ég ákvað nú að bæta einhverju hérna við. Það er orðið ansi langt síðan. Manni hefur svo sem ekkert langað mikið til til að tjá sig. Solla og Nilli gera eiginlega meir en nóg. Aprópós Solla, hún er að fara á Mánudaginn. Nú er hennar áfenthalt hérna í Þýskalandinu að næga til enda. Leiðinlegt, en ég vona að hún hafi skemmt sér hérna nóg. Ég dró hana reyndar á frekar ömurlega helgi í Mainz um daginn. Ég hafði leift tveimur kolleginum frá Mainz að gista hjá mér síðasta haust til að taka þátt í Októberfestinu hérna þá. Hún Peggy bauð svo til baka til að taka þátt í Karneval í Mainz núna síðustu helgi. Maður þekkir Karnevalið í Mainz bara frá sjónvarpinu og ég hélt að við værum að fara á svona ekta þýskt kúltúrfyrirbæri, svona virkilega upplifa hinn sanna þýska þjóðanda. Hm, en nei, þeirra hugmynd um Karneval var allt öðruvísi. Við fórum einhversstaðar lengst út í pampa til að fara á þetta líka ósköp venjulegt diskótek. Fyrir utan það var fólkið sem við gistum hjá frekar stífir þjóðverjar, svona erfitt að umgangast eðlilega. Jæja, var semsagt ekkert sérstök helgi. Vona að næsta helgi verði betri. Næsta föstudag er íslenskt Þorrablót hérna rétt hjá mér, bara svona virkilega rétt hjá mér. Land og Synir spila og einhver Keflvískur kokkur kokkar. Fólk frá Karlsruhe, Frankfurt, Freiburg, Bonn og ég veit ekki hvaðan ætlar að kíkja. Verður fjör, verði fjör.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?