<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 26, 2005

Herfilegur er nú Hundurinn Hermina
Draslinu dreyfir hún með Dimmu
|

mánudagur, júní 06, 2005

Kurani hætti hjá VfB Stuttgart. Það dóu 2 í hálfmaraðonhlaupi í gær í Stuttgart. Ég vann einn í dag og mun gera það aftur á morgunn. Dune er svosem ágætis mynd, en það mætti bæta hana hér og þar. Fílar eru stór dýr og kannski er til uppréttur api í Norður-Ameríku. Hvað er þetta Ame sem þeir eru svo ríkir af ?

Í morgunn kom "Schornsteinfeger" til að athuga með Gastækin hjá mér. Hm, bein þýðing er reikháfakústari. Hann sagði að ég væri í lífshættu í hvert skiptið sem ég færi í sturtu, því tækið spúi CO langt yfir hættumörk. Semsagt, núna má ég bara fara í sturtu ef ég opna alla glugga og hurðir í íbúðinni. Það verður víst að skipta þessu drasli út.

Ég er í smá véseni í vinnunni. Það eru tvö mismunandi vandamál sem hafa verið að stríða mér í nokkrar vikur. Við keyptum mælitæki sem ætti að finna hvað er að fyrir 26.000 Evrur (já, fyrir sumt á DaimlerChrysler pening ... þetta eru um 2.1 Milljón Krónur). Þetta er vikrilega frábært tæki og getur margt. Vandinn er bara Heisenberg, hann talaði um það að mæling hefur alltaf áhrif á það sem mælt er. Og það er það sem ég er að glíma við núna. Án mælitækisins virkar ekkert, en um leið og ég reyni svo að mæla þetta, hverfa villurnar og allt virkar fullkomlega. Bölvað.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?