<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 10, 2005

Það er endalaus pólitík í gangi í svona stórfyrirtækjum. Ég held ég sé ekki manneskja til að halda svona hluti út. Mér er það mjög í mun að hlutirnir séu skýrir, að það séu skírar línur og fólk segi hlutina beint út og meini þá líka. Þetta "alls ekki segja of mikið við vitlausa fólkið á vitlausum tíma" og "segjum ekki neitt fyrr en á allra seinustu sekundu" og ég veit ekki hvað. Fyrir utan allt þetta "backstabbing" og að koma vísvitandi rumors af stað, bæði hálfsönnum/hálflognum eða bara til að bögga fólk.
|

fimmtudagur, október 06, 2005

Jæja, kaupa Hilux, verða yfirmaður, og í þokkabót fullur. Nei, þetta er mjög svo erfitt líf.
|

þriðjudagur, október 04, 2005

Ég sagði upp íbúðinni í dag. Það fór ekki allt of vel í eigendurna, en mér er alveg skítsama um þá.

Ég sagði Volker og Brian það í dag. Volker virtist skilja þetta nokkurn veginn, en Brian tók þessu persónulega. Það var alls ekki hugmyndin. Kom mér svolítið á óvart. En hvað á maður að gera.

Þetta var ekki góður dagur.
|

mánudagur, október 03, 2005

jó, ég er að blogga. Eftir allann þennan tíma. En stundum gerist þetta bara, maður hefur bara ekki nennu til að bulla. Hvað um það.

Á morgunn segi ég upp íbúðinni. Vona bara að eigandinn taki við uppsögninni. Hefði eiginlega átt að senda honum þetta fyrir helgi. En hey, ég er íslendingur og alltaf á seinasta.

Svo kemur að því að selja bílinn. Var að velta því fyrir mér að taka hann með til íslands, en ég hef ekki efni á því. Ætla ekki að skila eftir einhverjar skuldir, maður á nóg með L'IN. Verð samt að senda bílinn fyrst í viðgerði, koma honum í toppstand.

Hm, svo redda gámi. Það eru einhverjir íslendingar að fara að flytja heim næsta mánuð. Kannski get ég hent einhverju í gám hjá þeim.

Svo miðinn til íslands. Ætti samt að vera lítið mál. Æ, nei, verður vésen. Hef alltaf keypt miðann yfir netið með Vísa, en þar sem Vísakortið rann út í ágúst og ég var síðast einvherntímann í maj á klakanum fékk ég í þetta sinn ekki nýja kortið mitt. Liggur einhversstaðar hjá Spron.

Síðast enn ekki síst. Segja upp vinnunni. Veldur mér eiginlega litlum vandræðum. Ef að ástandið væri ekki eins og það er hefði ég viljað hafa gert þetta fyrir löngu. En aftur á móti, ef ástandið væri ekki svona eins og það er, hefði ég kannski ekki gert þetta.

Maður gæti haldið að það væri auðvelt að finna vinnu á íslandi í dag. En ég hef ekki upplifað mikinn áhuga hjá þeim fyrirtækjum og atvinnumiðlunum sem ég hef haft samband við hingað til. Jæja, þetta reddast einhvern veginn. Ælti það sé ekki alltaf hægt að fara til Flateyrar og unnið í fiski.

Svo að finna íbúð á íslandi. Þarf ég nokkuð að koma með komment á þau fáránlegheit.

Á íslandi verður maður svo að redda sér bíl. Það er víst möst þarna uppifrá. Hjólið virkar bara hluta af ári.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?